Þegar móðir Noelle Trematon, söngleikjastjarnan Desíra, kynnist munaðarleysingjanum Lísu Fennell breytist líf þeirra mæðgna að eilífu. Fljótlega fellur Desíra frá á voveiflegan hátt og Noelle, sem aldrei hefur þekkt föður sinn, verður ástfangin. En í kjölfar andláts Desíru koma upp á yfirborðið ýmis leyndarmál sem eitt af öðru draga Noelle á gamlar slóðir móður sinnar í París þar sem ekki er allt sem sýnist. Noelle er flækt í örlagavef. Hana langar einfaldlega að lifa hamingjusömu lífi en flókin fjölskylduleyndarmál virðast ætla að standa í vegi fyrir því. Sorgin er ekki langt undan en getur ástin sigrað? Í þessari sögulegu skáldsögu skrifar Victoria Holt snilldarlega um sambönd foreldra og barna, syndaaflausn, leyndarmál og auðvitað flækjur ástarlífsins á viktoríanska tímanum, eins og henni einni er lagið.
Dieser Download kann aus rechtlichen Gründen nur mit Rechnungsadresse in A, B, BG, CY, CZ, D, DK, EW, E, FIN, F, GR, HR, H, IRL, I, LT, L, LR, M, NL, PL, P, R, S, SLO, SK ausgeliefert werden.